LÍFSSAGA

í máli og myndum

Lífssaga

Lífssaga eru minningar skráðar í máli og myndum og safnað saman í Lífssögubók. Sagan er skráð í samvinnu við einstaklinginn sjálfan eða nána aðstandendur og myndskreytt með myndum úr lífi þeirra.

Hverjum nýtast Lífssögubækur?

- Öllum þeim sem vilja varðveita minningar
- Þeim sem búa við skerðingu, t.d. af völdum heila- og
  taugahrörnunarsjúkdóma
- Þeim sem búa við andlega og/eða líkamlega fötlun
- Þeim sem veita einstaklingum aðstoð eða stuðning í daglegu lífi

Um mig

Ég heiti Anna Elín Svavarsdóttir og er ljósmyndari og þroskaþjálfi.

Ég lærði ljósmyndun hjá Leifi Þorsteinssyni og útskrifaðist árið 1987.

Árið 2007 útskrifaðist ég sem þroskaþjálfi frá Kennaraháskóla Íslands.

Með stofnun Lífssögu sameina ég þekkingu mína sem ljósmyndari og þroskaþjálfi. Ég er félagi í Ljósmyndarafélagi Íslands og Þroskaþjálfafélagi Íslands. Ég stofnaði Lífssögu ehf. haustið 2011.

Þjónusta

Útgáfu Lífssögubókarinnar er fylgt eftir með ýmsum hætti ef óskað er.

Minningavinna með einstaklingum eða hópum, þar sem fólk kemur saman til að deila reynslu sinni, ræða um líðandi stund eða rifja upp liðna atburði.

Lífssaga býður upp á ljósmyndaþjónustu fyrir gerð Lífssögubókar.

Umsóknareyðublað 1 og Umsóknareyðublað 2 til þess að panta þjónustu Lífssögu.

Hafa samband

Lífssaga ehf.
sími 8994768
lifssaga@lifssaga.is

facebook